Go to Top

Jobs Listing

Title Marbella Spáni. Viltu flytja í sólina?
Salary Negotiable
Location Marbella, SPAIN
Job Information

Viltu flytjast til Marbella Spáni og starfa fyrir Íslenskt fyrirtæki í lifandi og skemmtilegu umhverfi?

Leitum eftir kraftmiklum einstakling sem hefur frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. Starfið felst m.a. í að aðstoða viðskiptavini við val á nýjum bíl  í gegnum síma og net. Islandus hefur um árabil verið einn helsti innflytjandi bíla frá USA og Evrópu og eitt fremsta fyrirtæki landsins í rafbílum.

Viðskiptavinir okkar hafa yfirleitt samband í gegnum netið eða síma. Við aðstoðum viðskiptavininn í gegnum síma við að skilgreina draumabílinn og setja í gang Spotprís pöntun til að finna rétta bílinn erlendis sem Islandus síðan sér um að kaupa og flytja heim.  Sjá nánar www.islandus.is

Við kappkostum að veita 100% góða þjónustu og það krefst stöðugrar eftirfylgni í síma og netkerfi, samskipti við viðskiptavini, söluaðila og verktaka í fleiri löndum sem sjá um sölu, innkaup, flutninga, skoðanir og Evrópuvottun bíla. Þá þarf reglubundið að sinna ýmisskonar tilfallandi skjalavinnslu og utanumhaldi um viðskiptin.

Leitað er eftir frískum einstakling helst með reynslu í sölu- og skrifstofustörfum sem búsettur er á Costa del Sol svæðinu á Spáni, eða tilbúin til að flytjast þangað til starfa. Mikið framboð er af lausum íbúðum á svæðinu á hagstæðum verðum og verður aðstoð veitt við að finna hentugt húsnæði. Flug til og frá Íslandi eru um Malaga flugvöll sem er orðinn ein stærsta flughöfn Evrópu en þaðan er á sumrin flogið beint til Íslands og á veturnar t.d. um London, Kaupmannahöfn eða Oslo.

Við leitum eftir:

 • Dugmiklum einstakling sem getur tekið að sér sjálfstæð verkefni
 • Góð tölvukunnátta nauðsynleg, internet og almenn skrifstofustörf
 • Tungumál:
  • Íslenska algert skylirði, 100% talað og ritað mál.
  • Enska algert skylirði, 100% talað og ritað mál.
  • Þýska hjálpleg
  • Sænska hjálpleg
 • Búseta Marbella Spáni eða tilbúin að flytjast þangað

Við bjóðum:

 • Spennandi tækifæri á frábærum stað í Suður Evrópu
 • Góða vinnuaðstöðu
 • Launakjör sem eru með því besta sem finnst í Marbella Spáni
 • Aðstoðum við að finna íbúð á svæðinu ef þess er óskað

Marbella á Spáni er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu og þar er finna frábærar sólarstrandir, skíðasvæði í 2ja tíma fjarlægð, næturlíf og veitingastaði í þúsundatali. Puerto Banus er í Marbella sem er þekkt smábátahöfn en þangað venja komur sínar m.a. heimsþekktar kvikmyndastjörnur og viðskiptajöfrar allstaðar frá í heiminum. Í Marbella eru leikhús, listagallerý og mikið af ýmsum tónleikum með heimsþekktum listamönnum, uppákomur og hátíðir allt árið um kring þar á meðal alþjóðlegt kvikmyndafestival.

Apply Now


Title Digital Marketer
Salary Negotiable
Location Marbella, SPAIN
Job Information

Management of Websites and Social Media Marketing

SEO, PPC, SMM, Clicks. Any of this ring a bell? If so, read on!

Digital marketer will plan, publish and monitor our digital marketing initiatives and campaigns with Google AdWords, Facebook, Instagram, Google Analytics and other key digital tools. Fresh strategy and proactivity is your game.

What you will do:

 • Content management on our WordPress websites
 • Upload information and media to our Real Estate and Automobile Portals.
 • Create ad campaigns for our Facebook fanpages, Instagram, other Social Media using photographs, slideshows and video.
 • Build, curate and grow Social Media communities.

Experience needed:

 • Experience with WordPress as an Administrator
 • Expertise in graphics programs like Photoshop and Video Editing.
 • Good understanding of Facebook and Social Media marketing
 • Copywriting and good communication skills.
 • Fluent English, Scandinavian languages are also useful.

Our office is based in Nueva Andalucia Marbella where we have a team of automobile and real-estate brokers providing buying services to international clients. The company has been in this industry almost 20 years and has operations in Europe and the USA.

Our websites include: www.valhallaparadis.com, www.automunda.com and www.islandus.is

Apply Now


Title Samfélagsmiðlar – auglýsingastjórnun
Salary Negotiable
Location Marbella Spain
Job Information

Leitum að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með auglýsingum á samfélagsmiðlum og vefsíðum.

Starfið felst m.a. í að framleiða auglýsingar fyrir Facebook og aðra samfélagsmiðla og sjá hafa umsjón með birtingum.

Við erum með umfangsmikla starfsemi og auglýsingar á netinu, þar á meðal:
Facebook síður: www.facebook.com/islandusbilar og www.facebook.com/valhallaparadis
Vefir: islandus.is, valhallaparadis.com.

Fullt starf eða hlutastarf er í boði á skrifstofu okkar Marbella Spáni. Fjarvinnsla frá öðrum stöðum á Spáni, Evrópu eða Íslandi kemur einnig til greina.

Islandus Europe ehf er í margvíslegum rekstri m.a. áratuga reynslu í kaupum og innflutningi bíla til Íslands og Evrópu.

Viðskiptavinir okkar hafa yfirleitt samband í gegnum netið eða síma. Við aðstoðum viðskiptavininn í gegnum síma við að skilgreina draumabílinn og setja í gang Spotprís pöntun til að finna rétta bílinn erlendis sem Islandus síðan sér um að kaupa og flytja heim.

Apply Now