Go to Top

Job: Viltu flytja í sólina?

Title Viltu flytja í sólina?
Salary Samkomulag
Location Marbella
Job Information

Viltu flytjast til Spánar til starfa fyrir Íslenskt fyrirtæki í lifandi og skemmtilegu umhverfi með frábæru teymi?

Leitum eftir kraftmiklum einstakling sem getur starfað sjálfstætt og leyst úr ýmsum verkefnum sem koma upp við innkaup og innflutning bíla.

Fullkomin Íslensku og enskukunnátta er algert skylirði, bæði talað og ritað mál. Tölvukunnátta er einnig lykilatriði. Reynsla af bókhaldi og almennum skrifstofustörfum er æskileg.

Skrifstofa okkar í Marbella á Spáni sér m.a. um:

  • Þjónustu við viðskiptavini í síma
  • Vöruleit og innkaup
  • Skjalavinnslu og utanumhald
  • Vefsíðugerð og auglýsingar

Islandus Europe ehf er í margvíslegum rekstri m.a. áratuga reynslu í kaupum og innflutningi bíla til Íslands og Evrópu.

Viðskiptavinir okkar hafa yfirleitt samband í gegnum netið eða síma. Við aðstoðum viðskiptavininn í gegnum síma við að skilgreina draumabílinn og setja í gang Spotprís pöntun til að finna rétta bílinn erlendis sem Islandus síðan sér um að kaupa og flytja heim.

Við kappkostum að veita 100% góða þjónustu og það krefst stöðugrar eftirfylgni í síma og netkerfi, samskipti við viðskiptavini, söluaðila og verktaka í fleiri löndum sem sjá um sölu, innkaup, flutninga, skoðanir og Evrópuvottun bíla. Þá þarf reglubundið að sinna ýmisskonar tilfallandi skjalavinnslu og utanumhaldi um viðskiptin.

Við rekum vefverslanir þar á meðal islandus.is, automunda.com og reykjavikhotels.org. Frekari uppbygging netverslana er fyrirhuguð. Hafir þú reynslu í vefsíðu- og auglýsingagerð gætir þú komið til greina sem starfskraftur við þá deild fyrirtækisins.

Leitað er eftir frískum einstakling helst með reynslu í sölu- og skrifstofustörfum sem búsettur er á Costa del Sol svæðinu á Spáni, eða tilbúin til að flytjast þangað til starfa. Mikið framboð er af lausum íbúðum á svæðinu á hagstæðum verðum og verður aðstoð veitt við að finna hentugt húsnæði. Flug til og frá Íslandi eru um Malaga flugvöll sem er orðinn ein stærsta flughöfn Evrópu en þaðan er á sumrin flogið beint til Íslands og á veturnar t.d. um London, Kaupmannahöfn eða Oslo.

Stór hluti starfseminnar fer fram á ensku og því 100% enskukunnátta algert skilyrði. Þýskukunnátta er einnig hjálpleg þar sem við eigum í töluverðum samkiptum við bílaumboð í Þýskalandi.

Marbella á Spáni er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu og þar er finna frábærar sólarstrandir, skíðasvæði í 2ja tíma fjarlægð, næturlíf og veitingastaði í þúsundatali. Puerto Banus er í Marbella sem er þekkt smábátahöfn en þangað venja komur sínar m.a. heimsþekktar kvikmyndastjörnur og viðskiptajöfrar allstaðar frá í heiminum. Í Marbella eru leikhús, listagallerý og mikið af ýmsum tónleikum með heimsþekktum listamönnum, uppákomur og hátíðir allt árið um kring þar á meðal alþjóðlegt kvikmyndafestival.

Apply Now