Fjármálastjórn og Bókhald

Starfaðu heima eða erlendis með skattfríðindum.

Leitum eftir öflugum einstaklingi til að hafa daglega umsjón með fjármálum og viðskiptaáætlunum.

Hægt er að sinna starfinu í gegnum síma og netið frá Íslandi eða Evrópu. 100% enskukunnátta er skilyrði. Öll okkar kerfi eru aðgengileg yfir netið og Microsoft Teams er notað til samskipta. Erum með skrifstofuaðstöðu á Spáni og í Portúgal óski umsækjandi að flytja í sólina.

Islandus hefur um árabil verið umsvifamikið í innflutningi á bílum til Íslands frá USA og Evrópu. Starfsemin er nú að aukast verulega með fasteigna- og fjármálastarfsemi.

Spennandi starf

Í boði er krefjandi en jafnframt spennandi starf í alþjóðlegri uppbyggingu Islandus Group sem þátttakandi í stjórnun og stefnumótun:

  • Islandus Bílar – Innflutningur á bílum í nær 20 ár www.islandus.is
  • Valhalla – Fasteignaviðskipti á Íslandi, Spáni og Portúgal www.valhallaparadis.com
  • VALLO – Ný alþjóðleg blockchain starfsemi www.vallo.co m.a. með fasteignir, hótel, sólarorkuver, flugvélar og önnur faratæki. Þá mun VALLO gefa út blockchain tengd greiðslukort.

Helstu verkefni:

  • Dagleg umsjón með rekstri og fjármálum fyrirtækjanna
  • Halda utanum kostnaðarreikninga og útgáfu reikninga
  • Aðstoð við bókhald og uppgjör
  • Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðanda og opinberra aðila
  • Gerð viðskiptaáætlana og framsetning á verkefnakynningum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun, framhaldsmenntun á sviði fjármála. Viðskiptafræði eða sambærilegt.
  • Reynsla og góð þekking á bókhaldi
  • Þekking og reynsla af úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
  • Frumkvæði, sveiganleiki og sjálfstæði í starfi
  • Þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Gott vald á ensku í ræðu og riti er skilyrði

Starfaðu heima eða erlendis:

Við bjóðum uppá þann möguleika að sinna starfinu að heiman í gegnum netkerfi okkar. Umsækjandi getur verið búsettur í dag á Íslandi eða erlendis. Haldnir eru daglegir samráðsfundir yfir netið og öll kerfi okkar virka yfir netið.

Við getum einnig boðið uppá spennandi tækifæri í Lisbon Portúgal. Erum þar með góða skrifstofuaðstöðu og getum veitt aðstoð með íbúðarhúsnæði. Þeir sem nýta sér þetta njóta sérstakra skattfríðinda:

  • Spennandi tækifæri á frábærum stað í Suður Evrópu
  • Góð vinnuaðstaða
  • Launakjör sem eru með því besta sem finnst í Suður Evrópu
  • Tíu ára skattfríðindi í boði
  • Aðstoðum við að finna íbúð á svæðinu ef þess er óskað

Mestu lífsgæðin í Portúgal
Sjá myndband: https://valhallaparadis.com/nuna/

Í alþjóðlegri könnun InterNations er Portúgal efst varðandi lífsgæði og ánægju útlendinga sem hafa flutt til landsins. Á meðal 17 bestu landanna í þessari alþjóðlegu könnun trónir Portúgal í fyrsta sæti. Ísland kemst ekki á blað. Könnunin tekur m.a. til: Frístundamöguleika, Persónulegrar hamingju, Ferðalög og samgöngur, Heilsukerfi og vellíðan, Öryggi. Tugþúsundum saman streyma útlendingar til Portúgal fyrir betri lífskjör frá Skandinavíu og annarsstaðar frá. Í september 2017 tilkynnti Madonna að hún sé flutt til Portúgal.