Samfélagsmiðlun

Kynningar á samfélagsmiðlum og fjölmiðlun. Þú getur unnið að heiman. Hlutastarf eða fullt starf.

Leitum eftir öflugum einstaklingi til að hafa daglega umsjón með kynningum og birtingu efnis á samfélagsmiðlum og samskipti við fjölmiðla. Verkefnin má vinna að heiman yfir netið.

Góð íslenskukunnátta nauðsynleg, reynsla af blaðamennsku og ritstörfum æskileg. Starfið felst m.a. í að skrifa texta, setja saman kynningar með myndefni og sjá um birtingar á samfélasgsmiðlum m.a. Facebook, Instagram, Snapchat, X (Twitter), Youtube, Linkedin svo og á vefsíðum.

Spennandi og skapandi verkefni

Við ætlum að fara nýjar og ótroðnar slóðir við kynningar á samfélagsmiðlum og bjóðum verktakasamning til nokkurra mánaða með áherslum á samfélagsmiðla innanlands. Flest verkefnin er hægt að vinna að heiman. Um mitt ár er ráðgert að hefja útrás erlendis. Réttum umsækjanda gæti boðist áframhaldandi störf sem myndu þá einnig innifela kynningar á erlendum vettvangi á samfélagsmiðlum og sýningum.

Helstu verkefni:

  • Dagleg umsjón með birtingu efnis á samfélagsmiðlum og vefsíðum
  • Skrifa texta og setja saman með myndefni m.a. með aðstoð gervigreindar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun, framhaldsmenntun æskileg.
  • Reynsla og góð þekking á samfélagsmiðlum
  • Reynsla af ritstörfum, fjölmiðlun og kynningum
  • Frumkvæði, sveiganleiki og sjálfstæði í starfi
  • Góð samskiptahæfni
  • Gott vald á Íslensku

Starfaðu heima eða erlendis:

Við bjóðum uppá þann möguleika að sinna starfinu að heiman í gegnum netkerfi okkar. Umsækjandi getur verið búsettur í dag á Íslandi eða erlendis. Haldnir eru daglegir samráðsfundir með Microsoft Teams og öll kerfi okkar virka yfir netið.