Frábært tækifæri að starfa með Íslensku fyrirtæki í lifandi og skemmtilegri borg, Lisbon Portúgal, og njóta um leið skattfríðinda. Sól og sumar nánast árið um kring.

Leitum eftir kraftmiklum einstakling sem hefur frumkvæði og getur starfað sjálfstætt við úrlausn verkefna.

Islandus Europe er fyrirtæki í örum vexti með skrifstofur í Lisbon Portúgal. Þjónusta okkar er tvíþætt:

 1. Um árabil höfum við verið einn helsti innflytjandi nýrra og notaðra rafbíla á Íslandi. Sjá nánar www.islandus.is
 2. Nú bjóðum við einnig frístunda- eða ellilífeyrisþega íbúðir erlendis. Sjá nánar www.valhallaparadis.com

Starfið felst m.a. í að aðstoða viðskiptavini í gegnum síma og net við val á nýjum bíl  eða kaup á íbúð erlendis.

Við kappkostum að veita 100% góða þjónustu og það krefst stöðugrar eftirfylgni í síma og netkerfi, samskipti við viðskiptavini, söluaðila og verktaka í fleiri löndum sem sjá um sölu, fjármögnun, innkaup, flutninga, skoðanir og Evrópuvottun bíla. Þá þarf reglubundið að sinna ýmisskonar tilfallandi skjalavinnslu og utanumhaldi um viðskiptin.

Leitað er eftir frískum einstakling helst með reynslu í sölu- og skrifstofustörfum sem búsettur er í Lisbon Portúgal eða tilbúin til að flytjast þangað til starfa. Mikið framboð er af lausum íbúðum á svæðinu á hagstæðum verðum og verður aðstoð veitt við að finna hentugt húsnæði.

Við leitum eftir:

 • Dugmiklum einstakling sem getur tekið að sér sjálfstæð verkefni
 • Góð tölvukunnátta nauðsynleg, internet og almenn skrifstofustörf
 • Tungumál:
  • Íslenska algert skilyrði, 100% talað og ritað mál
  • Enska algert skilyrði, 100% talað og ritað mál
  • Þýska hjálpleg
  • Sænska hjálpleg
 • Búseta í Lisbon Portúgal eða tilbúin að flytjast þangað

Við bjóðum:

 • Spennandi tækifæri á frábærum stað í Suður Evrópu
 • Góða vinnuaðstöðu
 • Launakjör sem eru með því besta sem finnst í Suður Evrópu
 • Tíu ára skattfríðindi í boði
 • Aðstoðum við að finna íbúð á svæðinu ef þess er óskað

Mestu lífsgæðin í Portúgal

Sjá myndband: https://valhallaparadis.com/nuna/

Í alþjóðlegri könnun InterNations er Portúgal efst varðandi lífsgæði og ánægju útlendinga sem hafa flutt til landsins. Könnunin tekur m.a. til:

 1. Frístundamöguleika
 2. Persónulegrar hamingju
 3. Ferðalög og samgöngur
 4. Heilsukerfi og vellíðan
 5. Öryggi

Á meðal 17 bestu landanna í þessari alþjóðlegu könnun trónir Portúgal í fyrsta sæti. Ísland kemst ekki á blað:

 1. Portúgal
 2. Taiwan
 3. Spánn
 4. Singapore
 5. Tékkland
 6. Japan
 7. Austurríki
 8. Sviss
 9. Costa Rica
 10. Þýskalan
 11. Lúxemburg
 12. Danmörk
 13. Canada
 14. Svíþjóð
 15. Nýja sjáland
 16. Finland
 17. Holland

Heimildir:
http://www.independent.co.uk/travel/countries-with-best-quality-of-life-world-expats-17-best-global-a7948836.html

https://www.internations.org/expat-insider/2017/quality-of-life-index-39185

Madonna flutt til Portúgal

Tugþúsundum saman streyma útlendingar til Portúgal fyrir betri lífskjör frá Skandinavíu og annarsstaðar frá. Í september 2017 tilkynnti Madonna að hún sé flutt til Portúgal.